BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Leiknir R. - Breiðablik í kvöld kl. 19.15

07.06.2015
Strákarnir í meistaraflokki heimsækja Leiknismenn í kvöld (sunnudaginn 7.júní) kl.19.15 á Leiknisvelli. 
 
Leiknir leikur nú sitt fyrsta tímabil í efstu deild frá upphafi og mikil stemming í efra Breiðholti. Leiknir hefur farið vel af stað í deildinni og ljóst að strákarnir eiga erfiðan leik fyrir höndum. Því er mikilvægt að sem flestir Blikar láti sjá sig og fylgi eftir þeirri mögnuðu stemmingu sem var á síðasta deildarleik hjá strákunum.
 
Þrír deildarsigrar hafa unnist í röð, hjálpum strákunum með þann fjórða!
Hvetjum alla Blika til þess að fjölmenna á Leiknisvöll í kvöld.
 
Tölfræði - það er úr litlu sem engu að moða þegar kemur að tölfræði þessa dagana. Sigurleikurinn gegn KFG í Borgunarbikarnum var fyrsta viðurgein liðanna frá upphafi og Leiknir og Breiðablik hafa aðeins leikið 4 leiki frá upphafi. Tvo leiki í Bikarkeppni KSÍ (1979 og 2000), og tvo leiki í Deildarbikarnum (1996 og 1999). Breiðablik sigrar í öllum leikjunum. Markatölfræðin er 20 mörk gegn 1.  Reyndar eiga liðin einn leik til viðbótar að baki í innanhússmóti 1. deildar karla í nóvember árið 2006, leik sem Breiðablik vann 4-0. Síðasti leikur liðanna var í 32-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ 15. júní árið 2000. Leikurinn var heimaleikur Leiknismanna. Það eru því 15 ár (næstum upp á dag) síðan Breiðablik hefur spilað við Leikni í opinberri keppni. Leikurinn í kvöld er fyrsti viðureign liðanna í efstu deild frá upphafi. Okkar maður, Elvar Páll Sigurðsson, leikur núna með Leikninsmönnum. Vonum að hann takið því rólega í framlínu Leiknismanna. Elvar Páll lék 37 opinbera leiki með Breiðabliki á árunum 2010 – 2015 og skoraði í þeim 3 mörk. 
 
Áfram Breiðablik!

Til baka