BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kynning: Blikaklúbburinn

28.04.2016

Blikaklúbbur karla var stofnaður haustið 1993. Tilgangur hans er að styðja við bakið á meistaraflokki karla og kvenna meðal annars með því að standa fyrir öflugu stuðningsliði.

Félagsmenn í klúbbnum fá aðgangskort á alla heimaleiki meistaraflokka félagsins í Pepsí deildinni. Félagsmönnum er boðið að taka þátt í uppákomum fyrir leiki og þiggja veitingar í leikhléi.

Blikaklúbburinn stendur fyrir hópferðum á þá útileiki sem eru utan höfuðborgarsvæðisins.

Blikaklúbburinn er kjörinn vettvangur fyrir foreldra að styðja við áhugamál barna sinna og mæta á völlinn til að hvetja áfram Breiðablik og eiga saman góða fjölskyldustund í góðra vina hópi.

Hafa má samband við gjaldkera Blikaklúbbsins til að gerast félagi - Smella hér til að fá nánari upplýsingar.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Blikaklúbburinn

Til baka