Annar leikur meistaraflokks karla á þessu undirbúningstímabili fer fram í Egilshöll á mánudagskvöld kl.20.00.   Þá mætum við svart hvítum KRingum í BOSE-mótinu i knattspyrnu.    …" /> Annar leikur meistaraflokks karla á þessu undirbúningstímabili fer fram í Egilshöll á mánudagskvöld kl.20.00.   Þá mætum við svart hvítum KRingum í BOSE-mótinu i knattspyrnu.    …">

BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

KR - Breiðablik í BOSE mótinu í Egilshöll kl. 20:00 á mánudaginn

02.12.2017
Annar leikur meistaraflokks karla á þessu undirbúningstímabili fer fram í Egilshöll á mánudagskvöld kl.20.00.
 
Þá mætum við svart hvítum KRingum í BOSE-mótinu i knattspyrnu.  
 
Þetta er annar leikur beggja liða í SoundSport-riðlinum þetta ár. Fyrri leikur okkar manna var gegn Viking R. sem við unnum með fáheyrðum yfirburðum eða 8-1 (nánar). Fyrri leikur KR-inga var einnig gegn Víkingum en þar bitu Fossvogsdrengir í skjaldarendur og unnu 3:1. 
 
Staðan í SoundSport-riðlinum er því þannig að Blikum nægir jafntefli til tryggja sig í úrslitaleik á BOSE mótinu 2017.
 
Úrslitaleikuinn er þá gegn annaðhvort Fjölnismönnum eða Stjörnunni sem leika til úrslita í Soundtouch-riðlinum kl. 18:30 á mánudagskvöld. Leikur KR og Blika hefst svo strax í kjölfarið, eða kl. 20:00 eins og áður segir.  
 
Sigurvegarar mótsins fá vegleg verðlaun frá BOSE. Þá hljóta besti leikmaður mótsins og sá markahæsti glæsilegar viðurkenningar.
 
Blikar hafa verið að æfa mjög vel undanfarið undir stjórn Ágústar Gylfasonar og við teflum fram 11 öflugum einstaklingum á mánudaginn þ.m.t. nýjasta leikmanninum Jonathan Hendrickx.
 
Við hvetjum alla Blika sem vettlingi geta valdið til að mæta í Egilshöll á mánudaginn kl.20.00.  
 
Leikurinn verður í beinni á SportTV fyrir þá sem ekki geta mætt. 
 
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar

Til baka