BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

KR - Breiðablik í PEPSI á föstudaginn 18. maí kl. 19:15

15.05.2018

Fjórða umferð PEPSI deildar karla hefst núna á fimmtudaginn. Fylkir og ÍBV mætast í Egilshöll kl.18:00. FH og KA mætast í Krikanum kl.19:15. Keflavík og Fjölnir áttu að mætast í á Nettóvellinum í Keflavík kl. 19:15 en leiknum var frestað um sólahring. Okkar menn áttu mæta KR á Alvogenvellinum kl.19:15 en samkvæmt ósk KRinga var leiknum frestað til föstudagskvölds. Þetta verður hörkuleikur eins og alltaf þegar þessi lið mætast.

Blikar hafa byrjað mótið mjög vel. Blikaliðið hefur unnið alla sína leiki og eru nú efstir í PEPSI deildinni með 9 stig eftir 3 leiki. Fyrsti leikuinn var 4:1 stórsigur á ÍBV á Kópavogsvelli í 1. umferð. Í kjölfarið kom sannfærandi 1:3 sigur á FH í Kaplakrika í 2. umferð. Í 3. umferð var það 1:0 sigur gegn Keflavík í miklum baráttuleik á Kópavogsvelli.

Sagan

Fyrsti leikur Breiðabliks og KR í efstu deild var leikinn á Melavellinum árið 1971. Blikar unnu leikinn 1-0 með marki frá Haraldi Erlendssyni. Leikið var á gamla Melavellinum sem var heimavöllur Breiðabliks í 4 ár - frá 1971 þar til að Kópavogsvöllur var vígður 7. júní 1975

Breiðablik og KR hafa mæst 84 sinnum í opinberum leikjum frá upphafi. KR hefur vinninginn með 41 sigur gegn 19 sigrum Blika. Jafnteflin eru 24.

Efsta deild

Deilarleikir liðanan frá upphafi eru 62 KR-ingar hafa vinninginn með 28 sigra gegn 14 og jafnteflin eru 20.

Í 24 leikjum liðanna í efstu deild frá 2006, árið sem Breiðablik kom aftur upp í efstu deild eftir nokkur ár í 1. deildinni, er jafnræði milli liðanna. Blikarsigrar eru 7, jafnteflin eru 9 og í 8 skipti sigrar KR. Skipting milli heimavalla er; 12 leikir á Kópavogsvelli: 4 Blikasigrar, 3 jafntefli, 5 KR-sigrar. 12 leikir í Frostaskjólinu: 3 Blikasigrar, 6 jafntefli, 3 KR-sigrar.

7 ár eru liðin síðan Blikar töpuðu síðast leik í efstu deild í Frostaskjólinu. Árið 2011 vinnur KR öruggan 4-0 sigur á Blikum í 12. umf. Blikar kvittuðu fyrir það tap ári síðar í sögufrægum 0-4 sigri í 19. umf.

Síðustu 5 í Frostaskjólinu

Síðustu leikir liðanna í Vesturbænum hafa allir endað með 1-1 eða 0-0 jafnteli: 2013: 1-12014: 1-12015: 0-02016: 1-1, 2017: 1-1.

Leikmannahópur Blika

Leikmannahópur Blika er ekki mikið breyttur frá í fyrra. Jonathan Hendrickx er nýr leikmaður hjá okkur eins og allir vita. Arnór Gauti snýr aftur heim eftir dvöl í Eyjum í fyrra. Guðmundur Böðvar Guðjónsson kemur til Blika frá ÍA og Alexander Helgi Sigurðarson hefur nú náð sér eftir langvarandi meiðsli. Og svo er Oliver Sigurjónsson kominn aftur til okkar í bili en hann náði 12 mótsleikjum í fyrra - þar af fjórum í efstu deild. Leikmannahópur Blika 2018

Blikar hjá KR

Nokkrir uppaldir Blikar leika núna með KR. Kristinn Jónsson gekk til liðs við Vesturbæjarliðið eftir keppnistímabilið í fyrra. Arnór Sveinn Aðalsteinsson söðlaði um eftir keppnistímabilið 2016. Finnur Orri Margeirsson gekk til liðs við KR eftir að hafa spilað í Noregi keppnistímabilið 2015. Og fyrrverandi leikmaður Blika, Akureyringurinn Atli Sigurjónsson, leikur nú aftur með KR en hann lék 49 mótsleiki með Breiðabliki á árunum 2015 til 2017.

Sjáumst öll á Alvogenvellinum á föstudagskvöld kl. 19:15 og hvetjum Blikaliðið til sigurs.

Búast má við fjölmenni á völlinn kvöld þannig að við hvetjum fólk til að mæta tímanlega.

Leikurinn hefst 19:15!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka