BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Tengi endurnýja samstarfssamninginn sín á milli.

19.11.2015
Knattspyrnudeild Breiðabliks og Tengi hafa endurnýjað samning sinn en Tengi hefur verið dyggur stuðningsaðili deildarinnar í fjölmörg ár.
 
Samningurinn er mikið fagnaðarefni og styrkir áfram öflugt uppeldis- og afreksstarf knattspyrnudeildar sem og að styðja við meistararflokka félagsins í efstu deild karla og kvenna.
 
„Við erum gríðarlega ánægð með nýjan þriggja ára samning við Tengi og þakklát fyrir þeirra stuðning á undanförnum árum en samstarfið hefur verið mjög farsælt“  segir Eysteinn Pétur Lárusson frkv.stjóri knd. Breiðabliks.
 
„Við hjá Tengi erum mjög stolt af því að hafa framlengt samning okkar við Knattspyrnudeild Breiðabliks enn eitt skiptið, en Tengi hefur verið styrktaraðili Breiðabliks til fjölda ára. Það er okkur ljúft og skylt að styrkja íþróttastarfið í Kópavogi og Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur svo sannarlega unnið gott starf eins og árangur félagsins sýnir. Við vitum að samstarfið á eftir að reynast gæfuríkt fyrir báða aðila hér eftir sem hingað til“ segir Þórir Sigurgeirsson frkv.stjóri Tengi

Til baka