BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

KA - Breiðablk í Lengjubikarnum á sunnudaginn

07.03.2018
Blikar hafa ekki spilað í Lengjubikarnum síðan Norðanmenn í Magna frá Grenivík komu í heimsókn í Fífuna 24. febrúar.
 
En nú er komið að leik við annað Norðanlið þegar strákarnir okkar skella sér norður yfir heiðar og spila gegn KA-mönnum í Boganum á Akureyri á sunnudaginn kl. 17.00.
 
Bæði lið hafa unnið alla sína leiki í riðlinum en KA-menn eru í 2. sæti riðilsins með 4 mörk í plús á móti 16 mörkum Blikamanna. 
 
Tölfræði
 
Heilt yfir er tölfræðin Blikum í hag ef við skoðum yfrilit allra mótsleikja félaganan frá upphafi. Leikirnir eru samtals 35 .Blikar hafa yfirhöndina með 23 sigra gegn 9 tapleikjum og 3 jafnteflum. Allir leikir. 
 
Fyrsti opinberi leikur liðanna fyrir norðan var leikur í 1.deild 8. júlí 1978.
 
Leikir liðanna í Deildarbikarnum (Lengjubikarnum) frá upphafi eru sjö. Blikar hafa yfirhöndina með sex sigra gegn einu jafntefli. Margir leikjanna í Lengjubikarnum hafa verið markaleikir. Samtals 32 mörk skoruð í 7 leikjum. Leikir í Lengjubikar.
 
Aðeins 1 mark var skorað þegar liðin mætturst í úrslitaleik Lengjubikarsins 2015 en þá varð Breiðablik Lengjubikarmeistari í annað sinn með sigurmarki Ellerts Hreinssonar strax á sjöttu mínútu leiksins. Nánari um leikinn. 
 
Síðast mættust liðin á Akureyravelli í júlí í fyrra. Þann leik unnu Blikar 2-4 (sjá mörkin) og hefndu þar með fyrir 1-3 tapð gegn KA á Kópavogsvelli í fyrsta leik liðanna í Pepsi-deildinni 2017. 
 
Rennum norður
 
Við hvetjum alla Blika til að fjölmenna norður á sunnudaginn. Er ekki gráupplagt að reima á sig skíðaskóna og renna norður. Þetta verður hörkuleikur í stillunni í Boganum. Og helgarspáin fyrir Akureyri er líka góð – stilla, úrkomulaust og -6°á sunnudaginn.
 
Fyrir heimakæra þá verður leikurinn sýndur í beinni á YouTube rás KA-TV. 
 
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka