BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Hrafnhildur Gísladóttir nýr fjármálastjóri Breiðabliks

05.04.2017

Hrafnhildur Gísladóttir hefur verið ráðin nýr fjármálastjóri Breiðabliks og mun hún hefja störf 1. maí n.k.

Staða fjármálastjóra er ný staða innan Breiðabliks og hluti af ákveðnum skipulagsbreytingum sem aðalstjórn félagsins fór í samhliða framkvæmdastjórskiptum sem urðu þann 1. apríl s.l. Skipulagsbreytingarnar miða að því að efla skrifstofu félagsins.

Hrafnhildur er viðskipafræðingur að mennt og einnig með MBA gráðu frá St. Ambrose University, Davenport í Bandaríkjunum. Hún hefur undanfarin 6 ár starfað sem framkvæmda- og fjármálastjóri Kírópraktorstofu Íslands. Hrafnhildur, sem er Kópavogsbúi,  er kvænt Magna Bernhardssyni Kírópraktor og eiga þau þrjú börn.

Til baka