BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Hópferð til Eyja - ótrúlegt tilboð til Blika á gistingu!

05.09.2014

Næsti leikur meistaraflokks karla er gegn ÍBV sunnudaginn 14. september kl.17.00. Blikaklúbburinn hefur ákveðið að standa fyrir hópferð til Eyja til að standa við bakið á strákunum. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið sem eru í ströggli í deildinni.

Félagi okkar Birgir Ólafsson er nýbúinn að opna nýtt gistiheimili í Eyjum sem nefnist ,,Aska“. Hann vill endilega fá okkur Blika til Eyja á laugardeginum og er tilbúinn að útvega okkur gistingu í uppábúnu rúmi á 3.500 kr á manninn fyrir nóttina! Einnig er hægt að fá morgunmat á mjög hagstæðu verði. Aðeins eru 25 pláss í boði á þessu verði þannig að fyrstir koma, fyrstir fá! Þetta er tilvalin leið fyrir Blikahjón, Blikasambýlisfólk,Blikavini og Blikakeppinauta að njóta stemmningar í Eyjum til dæmis með því að spila golf, fara í gönguferðir eða njóta gestrisni Eyjamanna á annan hátt.

Þeir sem hafa áhuga á því að nýta sér þetta tilboð eru beðnir að senda skeyti á: andres.petursson<hjá>rannis.is 

Hægt er að kynna sér gistiheimilið hér.

Fyrir þá sem ekki hafa tök á að gista er hægt að taka Herjólf. Herjólfur siglir reglulega til Eyja frá Landeyjarhöfn og er fyrsta ferð frá landi kl.10.00 og síðasta ferð frá Eyjum kl.22.00. Hér er hægt að kynna sér ferðir Herjólfs. Ferðin til Eyja kostar rúmlega 5 þúsund fram og til baka.

Blikaklúbburinn

Til baka