Hlynur Örn Hlöðversson hefur gert nýjan 3 ára samning við Breiðablik.  Hann er 18 ára gamall og ættaður frá Siglufirði.  Hann hefur verið í herbúðum…" /> Hlynur Örn Hlöðversson hefur gert nýjan 3 ára samning við Breiðablik.  Hann er 18 ára gamall og ættaður frá Siglufirði.  Hann hefur verið í herbúðum…">

BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Hlynur Örn með 3 ára samning við Blika

15.10.2014

Markvörðurinn ungi og efnilegi Hlynur Örn Hlöðversson hefur gert nýjan 3 ára samning við Breiðablik. 

Hann er 18 ára gamall og ættaður frá Siglufirði.  Hann hefur verið í herbúðum Blika undanfarin 2 ár en verið óheppinn með meiðsli og því lítið spilað á þessu ári. Í fyrra var hann lánaður í Augnablik og spilaði þar 17 leiki í 3. deildinni. 

Þess má geta að Hlynur spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með KF í 2. deildinni árið 2011 aðeins 15 ára gamall. Hlynur hefur spilað fimm leiki með U-17 ára landsliði Íslands og fimm leiki með U-19 ára landsliðinu. Nú síðast þegar liðið spilaði í undankeppni HM í Króatíu.

Breiðablik bindur miklar vonir við þenna stóra og stæðilega markvörð og fagnar þessum nýja samningi.

Áfram Breiðablik!

Til baka