BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Hlerinn fallinn frá

18.11.2016

Í vikunni var borinn til grafar einn af okkar öflugustu stuðningsmönnum, Ólafur Ingi Ingimundarson, eftir langa baráttu við krabbamein 66 ára gamall.

Ólafur Ingi var áberandi karakter í stuðningsmannahópi knattspyrnudeildarinnar. Flestir muna eftir honum í gamalli verkamannaúlpu en hann var sannfærður um að þetta væri lukkuúlpa.

Ólafur spilaði sem markvörður í handknattleik með Blikum og HK og þaðan fékk hann viðurnefnið ,,Hlerinn“ enda átti hann það til að loka markinu gegn andstæðingunum.

Ólafur var sterkbyggður enda ættaður frá Bolungarvík og lék handknattleik með B-liði HK langt yfir sextugsaldurinn.

Hann var virkur á samfélagsmiðlum og óspar að láta í ljós skoðanir sínar á Blikaliðinu.

Hann var hreinskiptinn en sanngjarn.

Ólafur var mikill félagsmálamaður og sat í stjórn Blikaklúbbsins í mörg ár. Alltaf var hann boðinn og búinn að aðstoða við þau ýmsu störf sem þurfti að vinna fyrir knattspyrnudeild Breiðabliks.

Minning um góðan dreng mun lifa í huga okkar Blika um ókomna tíð!

Til baka