BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Halldór Árnason aðstoðarþjálfari í viðtali við Blikahornið

10.06.2020 image

Viðmælandi okkar í Blikahorninu að þessu sinni er Halldór Árnason aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.

Þrátt fyrir ungan aldur er Halldór með mikla reynslu sem þjálfari.

Hann þjálfaði meðal annars yngri flokka KR, meistaraflokk KV í Inkasso-deildinni, var afreksþjálfari hjá Stjörnunni og síðan aðstoðarþjálfari meistaraflokks Gróttu í karlaflokki með Óskari Hrafni Þorvaldssyni.

Halldór segir frá sinni sýn sem þjálfari, fer yfir Öskubuskuævintýrið með Gróttu og segir frá viðtökunum í Kópavoginum.

Hann ræðir hvernig samstarfið við Óskar Hrafn og strákana í meistaraflokknum hefur gengið.

Einnig fer hann yfir leikmannahópinn og segir frá hvernig strákarnir hafa tekist á við þær áskoranir sem Covid19 veiran hefur borið að landi.

Aðstaðan hjá Blikum og stærð félagsins kemur við sögu og Halldór segir frá sinni skoðun varðandi gervigras samanborið við náttúrulegt gras.

Fyrsti leikur Pepsi MAX deildarinnar kemur að sjálfsögðu við sögu en eins og flestir vita þá mætum við gömlu lærisveinunum þeirra Halldórs og Óskars Hrafns af Seltjarnarnesinu í fyrsta leik!

image

Það verður engin knattspyrnuáhugamaður svikinn að hlusta á þennan unga og efnilega þjálfara!

image

Tíðindamaður Blikahornsins Andrés Pétursson og Halldór Árnason stiltu sér upp í sólinni á Kópavogsvelli eftir viðtalið í gær. Mynd: Tæknimaður Blikahornsins

Svona er heimaleikjaplan meistaraflokks karla með fyrirvara um leiktíma- og dagssetningar leikja eftir 1. ágúst. 

image

/POA

Til baka