Hafsteinn Ómar Gestsson var kosinn nýr formaður Blikaklúbbsins á aðalfundi klúbbsins sem…" /> Hafsteinn Ómar Gestsson var kosinn nýr formaður Blikaklúbbsins á aðalfundi klúbbsins sem…">

BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Hafsteinn Ómar kosinn nýr formaður Blikaklúbbsins

16.02.2017

Hafsteinn Ómar Gestsson var kosinn nýr formaður Blikaklúbbsins á aðalfundi klúbbsins sem var haldinn í Glersalnum á Kópavogsvelli í kvöld. Aron Óskarsson, fyrrverandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hann situr samt sem áður áfram í stjórninni. Fjörug umræða var á fundinum um verkefni klúbbsins og hvernig hann getur stutt við starfsemi knattspyrnudeildarinnar.  Starfsemin gekk vel á undanförnu ári og eru nú um 230 meðlimir í klúbbnum. Fjárhagsstaða klúbbsins er góð og hefur hann stutt vel við starfsemi knattspyrnudeildar eins og undanfarin ár. 

Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir og Hlynur Magnússon voru kosin ný í stjórnina en auk þeirra voru endurkjörnir í stjórn Jón Jóhann Þórðarson, Aron Óskarsson, Örn Örlygsson og Andrés Pétursson. Í varastjórn voru kosnir Ólafur Sigtryggson og Hlífar Rúnarsson.

-AP

Til baka