BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Gummi Kr hafsent og Steinþór skoraði

22.04.2012

Okkar maður, Guðmundur Kristjánsson, spilaði í gær sem hafsent hjá Start gegn Sandefjord og stóð sig með sóma. Hann skoraði m.a. gott skallamark sem því miður var dæmt af vegna rangstöðu. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 í Noregi og voru íþróttafréttamennirnir mjög hrifnir af baráttu og skallatækni okkar manns í leiknum. Báðir hafsentar Start eru meiddir um þessar mundir og var því íslenski köggullinn settur í miðvörðinn í þessum leik. En þess má geta að Guðmundur skoraði eitt mark um síðustu helgi og því greinilegt að Blikinn er búinn að spila sig inn í liðið á stuttum tíma. FH-ingurinn Matti Vill skoraði mark Start og er hann markahæstur í deildinni. Margir telja að þessi tvö lið fari upp í efstu deild. Við getum verið stoltir af okkar mönnum í Noregi!

Steinþór Freyr Þorsteinsson stóð sig ekki síður vel um helgina. Hann skoraði fyrsta mark Sandnes Ulf í 2:1 sigri liðsins á Stabæk. Þetta var fyrsti sigur Sandnes Ulf í efstu deild og fyrsta mark Steinþórs í efstu deildinni.

Gott hjá ykkur strákar!

Hér er staðan í 1. deildinni í Noregi

AP Noregi.

Til baka