BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

@Gummi Ben –Takk fyrir okkur !

17.10.2014

Nú þegar ljóst er að Guðmundur Benediktsson mun ekki þjálfa Blikaliðið áfram er við hæfi að setja nokkur orð á blað og þakka fyrir sig.
Gummi kom til okkar Blika fyrir keppnistímabilið 2011, og var aðstoðarþjálfari Ólafs Kristjánssonar allt þar til hann tók við sem aðalþjálfari í júní s.l. Þá voru skrýtnir tímar. Verkefnið ekki  létt, enda staðan þá mun erfiðari en væntingar stóðu til. Liðið enn án sigurs og að skrapa botninn á PEPSI deildinni. Og það vantaði svo sem ekki mótlætið lengi framan af. En Gummi tókst á við þetta erfiða verkefni af æðruleysi og smám saman tókst að rétta skútuna og Gummi skilaði liðinu svo upp í öruggt sæti áður en yfir lauk, og endaði mótið með stæl.

Blikar.is og @blikar.is þakka Gumma samfylgdina og leyfa sér, fyrir hönd stuðningmanna, að óska honum velfarnaðar. Við munum vonandi áfram njóta magnaðra íþróttalýsinga kappans á öldum ljósvakans í bland við smellnar athugasemdir á Twitter.

Willum Þór eru einnig færðar þakkir fyrir hans framlag í sumar. Það hefur örugglega ekki verið létt fyrir svona keppnismann að vera “aðstoðar“, en kappinn kláraði sig vel af því.

Áfram Breiðablik.

OWK.

Til baka