BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Grill og húllumhæi á Kópavogsvelli í kvöld

20.06.2012

Við minnum á stórleik Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli í Pepsí-deild karla í kvöld kl.19.15.

Vörður tryggingar, knattspyrnudeild Breiðabliks og Blikaklúbburinn standa fyrir húllumhæi fyrir leik. Tendrað verður á grilli kl.18.00, boðið verður upp á andlitsmálningu fyrir þá sem vilja og yngri kynslóðin hefur tækifæri til að hoppa og skoppa í hoppikastölum. Í leikhléi verður síðan vítaspyrnukeppni þar sem nokkrir áhorfendur fá að spreyta sig á því að taka víti gegn þekktum markverði.

Svo ætla strákarnir okkar líka að leggja KR-inga að velli í spennandi knattspyrnuleik!

Við hvetjum því alla til að mæta á Kópavogsvöll í kvöld til að styðja Blikaliðið til sigurs.

Áfram Breiðablik !

Til baka