BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Góður sigur Blikakvenna á Þór/KA í Lengjubikarnum

15.04.2012

 

Breiðablik átti góða ferð norður þar sem þær mættu Þór/KA í Lengjubikarnum. Rakel Hönnu skoraði fyrsta markið á annari mínútu leiksins og þar með var takturinn sleginn. Á 22 mínútu bætti Fanndís Friðriksdóttir svo við öðru markinu. Hlín Gunnlaugsdóttir jók svo muninn á 27 mínútu með marki fyrir gestina sem réðu lögum og lofum í leiknum. Það var síðan Ásta Eir Árnadóttir sem fylgdi á eftir flottri aukaspynu frá Rögnu Einarsdóttir og staðan var 0-4 í hálfleik.

Þór/KA kom mun stemmdari inní síðari hálfleik og Blikastúlkur drógu heldur úr látunum. Þór/KA skoraði á 77 mínútu með marki frá hinni ungu Lilly Rut Hlynsdóttir. Það voru samt gestirnir sem skoruðu síðasta markið og var þar að verki Fanndís Friðriks úr víti og lokastaðan var 1-5 fyrir Breiðablik sem situr nú í 3. sæti en á eftir 2 leiki í vikunni.


Nokkuð vantaði af leikmönnum í bæði lið en Blikar eiga 4 stúlkur og Þór/KA 2 í verkefnum U17 landsliðssins.


Hvetjium við alla til að mæta og styðja stelpurnar í síðustu leikjum lengjunnar en næsti leikur er á móti Stjörnunni á þriðjudaginn klukkan 20:15 í Kórnum.

Til baka