BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Glæsimörk yljuðu Blikum

18.05.2014

Leikskýrsla.

Blikar og Fjölnir skildu jöfn í hörkuleik 2:2 í Pepsí-deild karla í kvöld. Tvö glæsimörk þeirra Árna Vilhjálmssonar og Davíðs Ólafssonar yljuðu Blikum en því miður dugði það ekki til sigurs því gulklæddu gestirnir náðu að jafnharðan að jafna aftur.

Uppskera okkar Blika eftir fjórar umferðir eru þvi einungis tvö stig sem hlýtur að teljast frekar rýrt.

Okkar drengir byrjðu leikinn ágætlega en baráttuglaðir Fjölnispiltar komust smám saman meira inn í leikinn.  Því miður tókst okkur ekki að ná nægjanlega góðu flæði frá vörn fram á miðju. Afleiðingin er sú að sóknarlotur okkar eru ekki nægjanlega markvissar og náðum við ekki oft að ógna marki gestanna.

Mark Árna Vill var hins vegar stórglæsilegt, hann fékk boltann fyrir utan teig, tók hann niður með kassanum og skoraði með hörkuskoti. Gríðarlega fallegt mark!

Mark Davíð í síðari hálfeik var ekki síður glæsilegt.

-AP

Til baka