BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Fullt fyrir peninginn

27.02.2016
Varalið Blika lagði Gróttu 4:3 í æfingaleik í Fífunni á föstudagskvöldið. Eins og markatalan gefur til kynna þá var mikið fjör í leiknum og sóknarleikurinn í hávegum hafðum. Mörk okkar settu Sergio, Ólafur Hrafn, Bjartur og Guðmundur Atli (víti). Leikurinn fer ekki í sögubækurnar fyrir áferðafallega knattspyrnu en þetta var góð hreyfing fyrir strákana.
 
Margir leikmenn sem hafa fengið minna að spila að undanförnu fengu tækifæri í leiknum. Þrír ungir og efnilegir leikmenn, Breki Barkarson, Zakarías Friðriksson og Andri  Snær Kristmannsson, fengu sína eldskírn með meistaraflokki . Þar að auki spilaði Ólafur Hrafn Kjartansson allan leikinn.  Allir eru þessir strákar í 2. flokki. 
 
Mörk Sergio og Bjarts voru einkar glæsileg. Sergio setti boltann í netið beint úr aukaspyrnu og Bjartur vippaði skemmtilega yfir markvörðinn úr þröngu færi í síðari hálfleik.
 
Næsti leikur meistaraflokksins er gegn Fjarðabyggð fyrir austan um næstu helgi í Lengjubikarnum
Staðan í okkar riðli.
 
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!
 
-AP

Til baka