BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Framarar lagði með minnsta mun

14.11.2015
Blikar unnu 1. deildarlið Framara 1:0 í æfingaleik í Fífunni í dag laugardaginn 14.nóvember. Það var varnarmaðurinn sterki Viktor Örn Margeirsson sem gerði markið skömmu fyrir leikhlé með hörkuskalla eftir ágæta fyrirgjöf Davíðs Kristjáns Ólafssonar. Blikar voru mun sterkari í leiknum en tókst ekki að skapa sér mörg færi í leiknum.
 
Marga fastamenn Blikaliðsins vantaði, eins og Gunnleif, Elvar Helga, Kidda Jóns, Arnór, Oliver, Atla Sigurjóns og Andra Rafn.
 
Einnig vantaði U19 ára landsliðsmennina Alfons, Óskar Jóns, Erni og Aron Snæ.
 
Í staðin fengu ungir og efnilegir leikmenn eins og Sölvi, Arnór Brynjars, Jón Tómas, Óli Hrafn og Hlynur markvörður að spreyta sig. Einnig var þetta fyrsti leikur Guðmundar Atla í Blikabúningnum.
 
Fyrri hálfleikur: 4-3-3
Hlynur H. 
Gummi F. - Viktor - Damir - Ósi
Arnþór Ari - Gulli Birgis - Gísli
Davíð - Ellert - Höskuldur
 
Seinni hálfleikur: 3-4-3
Hlynur H. 
Jón T. - Kári - Arnór
Gummi F. - Gísli - Ólafur Hrafn - Ósi
Sölvi - Guðmundur Atli - Arnór Gauti
 
 
Allir stóðu þessir leikmenn sig með ágætum og ljóst að það það verður þrautin þyngri fyrir þjálfarana þegar skera þarf hópinn eitthvað niður. Við erum komnir með hörkuhóp og verður gaman að sjá baráttu um sæti í liðinu í komandi leikjum.
 
-AP

Til baka