BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Flugeldar og áramótabrenna 2017

30.12.2017

Flugeldasala

Breiðablik og Hjálparsveit Skáta í Kópavogi eru í samstarfi um flugeldasölu og hægt er að styrkja bæði félög með því að kaupa flugeldaávísanir í afgreiðslu Smárans.

Kaupendur velja þá deild innan Breiðabliks sem þeir hugsa sér að styrkja og í boði eru bæði 5.000 kr og 10.000 kr ávísanir sem gilda á eftirtöldum sölustöðum Hjálparsveitarinnar:

- Bakkabraut 4: Björgunarmiðstöðin við Kópavogshöfn (Stór sölustaður)
- Dalveg 6-8: Í húsnæði Kraftvéla (Stór sölustaður)
- Nýbýlavegi 10: Rétt hjá Bónus Nýbýlavegi
- Versölum 5: Við Salalaug
- Vallakór 4: Við Krónuna í Kórahverfi

Áramótabrenna

Hin árlega áramótabrenna Kópavogs verður við Smárahvammsvöll fyrir neðan Digransekirkju á sama stað og undanfarin ár á gamlárskvöld.

Kveikt verður í brennunni kl. 20:30.
Flugeldasýning Hjálparsveitar skáta hefst kl.21:10 

Bílastæði eru við Digraneskirkju, á Smáratorgi og við Smáralind. Einnig eru stæði við Fífuna, Smárann og við Fífuhvamm.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka