BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Fjör í Smáranum og Fífunni

31.12.2017

Hinn árlegi Gamlársbolti fór fram í Fífunni í dag. Tæplega 70 Blikar á aldrinum 19-72 ára mættu og spiluðu hressilegan bolta í tæpa tvo tíma.

Í Fífunni spilaði old-boys með gestum og í Smárann mætti meistaraflokkur í endurvakinn Áramótabolta hjá sér.

Auk meistaraflokksins tefldu þjálfararnir, gamlir meistaraflokksmenn, fyrrum atvinnumenn og stjórnin fram liði í parketboltanum. 

Í lokin hittust öll liðinu í tengibyggingu Fífunnar og tóku við verðlaunum.

Mikil ánægja var með þetta framtak meðal þátttakenda og er ljóst að þessi viðburður er kominn til að vera.

Hjá meistaraflokknum stóðu ,,gamlir" uppi sem sigurvegarar en það lið skipuðu Elfar Freyr Helgason, Davíð Kristján Ólafsson, Gísli Eyjólfsson og Viktor Örn Margeirsson.

Hjá ,,old-boys"var það lið nr. 4 leitt af Helga Birni og  Hilmari Malmquist sem stóð uppi sem sigurvegari. 

Það var heildverslunin Jako sem gaf verðlaunin og þökkkum við Jóa og fólkinu hans kærlega fyrir stuðninginn.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka