BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Fjölnismenn lagðir

18.11.2013

Blikar unnu Fjölni 4:2 í fyrsta leik á hinu svokallaða BOSE móti á laugardaginn. Leikurinn fór fram í Fífunni. Þeir gulklæddu byrjuðu  betur og komus t í 2:0 í fyrri hálfleik. Árni Vilhjálmsson minnkaði reyndar muninn fyrir leikhlé 2:1. Í síðari hálfleik tóku okkar menn flest völd á vellinum og Hermann Ármansson, Elvar Árni Aðsteinsson og einn Fjölnismaður bættu við mörkum þannig að lokastaðan varð 4:2 fyrir þá grænklæddu.

Eins og leiknum gegn Aftureldingu þá fengu margir ungir leikmenn tækifæri að láta ljós sitt skína. Reyndar vantaði nokkra unga leikmenn sem voru að æfa með U-19 ára um helgina og áttu ekki heimangengt í þessum leik.  Guðmundur Friðriksson stóð sig vel í vinstri bakverðinum en hann er leikmaður sem vert er að taka eftir í framtíðinni. Einnig lét Hermann finna vel fyrir sér í sóknarleiknum og skoraði sitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk Breiðabliks. Þar að auki átti Steindór Snær Ólason fínan leik í hægri bakverðinum í síðari hálfleik. 

Einnig vakti athygli að Þórður Steinar spilaði hluta af leiknum. Ekki er vitað hvort hann sé hættur við fara til Danmerkur en við munum færa ykkur fréttir um leið og þær gerast.

Næsti leikur okkar í mótinu er gegn fimleikadrengjunum úr Hafnarfirði en við vitum ekki enn hvenær sá leikur fer fram.

Myndaveisla í boði Fotbolat.net

-AP

Til baka