BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ellert Hreinsson með nýjan samning

22.05.2015

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að Ellert Hreinsson hafi skrifað undir nýjan 2 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Ellert sem verður 29 ára á þessu ári lék sinn lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2003 og hefur í allt spilað 134 leiki með meistaraflokki Breiðabliks og skorað í þeim 36 mörk. Ellert á að baki 73 leiki með Stjörnunni og 11 leiki með Víking Ólafsvík.

Ellert er geysilega öflugur framherji og flestir knattspyrnuspekingar telja að Ellert eigi enn eftir að raða inn mörkum í sumar enda hefur Ellert sjaldan verið í eins góðu formi eins og núna.

Það þarf vart að taka fram hve þessi áfangi er mikilvægur fyrir Blikaliðið enda Ellert geysilega öflugur framherji sem gefur alltaf 100% í alla leiki.

Blikar.is fagnar þessum tíðindum og vonar að þetta verði upphafið að nýjum bikarkafla í sögu Blikaliðsins

Til baka