Bakvörðurinn knái Davíð Kristján Ólafsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við…" /> Bakvörðurinn knái Davíð Kristján Ólafsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við…">

BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Davíð Kristján með nýjan 3 ára samning

28.01.2017

Bakvörðurinn knái Davíð Kristján Ólafsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Davíð Kristján sem er 21 árs spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með Blikum árið 2014. Eins og margir aðrir góðir leikmann var hann lánaður í Augnblik og spilaði þá sínu fyrstu meistaraflokksleiki árið 2013. Síðan þá hefur Davíð Kristján leikið 84 leiki með meistaraflokki og skorað í þeim fimm mörk. Hann á að baki sex leiki með yngri landsliðum Íslands. 

Blikar fagna þessum samningi enda hefur Davíð Kristján stimplað sig inn undanfarin tímabil sem mikilvægur hlekkur í skemmtilegu Blikaliði.  Það verður gaman að sjá hvernig leikmaðurinn þroskast komandi misseri.

Til baka