BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Brynjar Óli lánaður í Vestra

14.03.2017

Framlínumaðurinn ungi og efnilegi Brynjar Óli Bjarnason hefur skrifað undir 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Í kjölfarið var hann síðan lánaður til Vestra í 2. deildinni.  Þar fetar hann í fótspor eldri bróður síns, Ernis Bjarnasonar, sem spilaði með Vestra í fyrra og var meðal annars kosinn besti leikmaður félagsins á síðasta tímabili. Vonandi nær Brynjar Óli að slá stóra bróður við.

Brynjar Óli, sem er á síðasta ári í 2. flokki,hefur verið einn af lykilmönnum í flokknum og átti sinn þátt í því að Breiðablik hampaði Íslandsmeistaratitlinum undanfarin tvö ár. Brynjar Óli er sterkur og leikinn framherji og var meðal annars markahæsti leikmaður 2. flokksins í fyrra. Brynjar Óli hefur þegar spilað einn leik með Vestra og stóð sig vel.

Blikar.is senda Brynjari Óli baráttukveðjur og óska honum velfarnaðar fyrir vestan!

-AP

Til baka