Fyrsti leikur meistaraflokks karla á þessu undirbúningstímabili fer fram í Fífunni á laugardaginn kl.10.00.   Þá mætum við röndóttum Reykjavíkur Víkingum á BOSE-mótinu i knattspyrnu.    …" /> Fyrsti leikur meistaraflokks karla á þessu undirbúningstímabili fer fram í Fífunni á laugardaginn kl.10.00.   Þá mætum við röndóttum Reykjavíkur Víkingum á BOSE-mótinu i knattspyrnu.    …">

BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik – Víkingur R í BOSE mótinu í Fífunni kl. 10:00 á laugardaginn

16.11.2017
Fyrsti leikur meistaraflokks karla á þessu undirbúningstímabili fer fram í Fífunni á laugardaginn kl.10.00.
 
Þá mætum við röndóttum Reykjavíkur Víkingum á BOSE-mótinu i knattspyrnu.  
 
Þetta er fyrsti leikur beggja liða í BOSE mótinu þannig að við rennum blint í sjóinn varðandi stöðuna á Fossvogsdrengjunum, en við töpuðum fyrir þeim í BOSE-mótinu í fyrra með aukaspyrnumarki frá Ívari Erni Jónssyni í fyrri hálfleik.  
 
Blikar hafa hins vegar verið að æfa stíft undir stjórn Ágústar Gylfasonar og við teflum fram 11 öflugum einstaklingum á laugardaginn! 
 
Við hvetjum alla Blika sem vettlingi geta valdið til að mæta í Fífuna á laugardaginn kl.10.00.  
 
Leikurinn verður í beinni á SportTV fyrir þá sem ekki geta mætt. 
 
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar

Til baka