BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik - Stjarnan á laugardaginn

15.02.2017

Þá styttist í fyrsta alvöru leik strákanna á þessu ári. Við tökum á móti frískum Stjörnustrákum í Fífunni á laugardag kl.12.00. Þessi lið hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og oftar en ekki höfum við haft yfirhöndina. En við höfum verið að hiksta í undanförnum leikjum og Blikastrákarnir hafa því fullan hug á því að sýna það og sanna að við séum með lið sem getur barist á toppnum í sumar.

Liðin eiga 2 leiki að baki í Deildarkeppninni. Sá fyrri var á gamla Sandgrasvellinum árið 1999. Breiðablik vann leikinn 2-0. Hinn leikurinn var í Reykjaneshöllinni árið 2002 og tapaðist 1-0.

Það má búast við fjölmenni á leikinn þannig að við hvetjum fólk til að mæta snemma!

Tippleikur Breiðabliks er að hefja göngu sína á laugardaginn og að er því um að gera að mæta snemma, spá í seðilinn með góðum félögum og sjá svo strákana etja kappi við bláklædda Garðbæinga!

Áfram Breiðablik!

Til baka