BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik - KR í Pepsí-deild karla á Kópavogsvelli í dag kl.17.00.

19.09.2013

Minnum á leik Breiðabliks og KR í Pepsí-deild karla á Kópavogsvelli í dag kl.17.00.

Þetta er, eins og flestir vita, leikurinn úr 16. umferð sem þurfti að fresta þegar Elvar Árni Aðalsteinsson leikmaður Breiðabliks fékk þungt höfuðhögg og þurfi að yfirgefa völlinn. Vegna þessa atviks var leikurinn blásinn af og settur aftur á í dag. Þar sem fólk hafði greitt aðgangseyri á fyrri leikinn er ókeypis á leikinn í dag. Þess má geta að 6. flokkur karla verður heiðraður sérstaklega í leikhléi en þeir strákar hafa staðið sig einstaklega vel í sumar (eins og reyndar allir yngri flokkar deildarinnar)

Stigin í boði í dag eru mjög mikilvæg fyrir bæði liðin. KR getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri en Blikar þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á Evrópusæti að ári. Það má því búast við hörkuleik í dag. Leikir liðanna undanfarin ár hafa verið mjög spennandi.

Skoðum aðeins tölfræðina. Síðastliðin 4 ár hafa viðureignir liðanna verið sannkallaðir – marka og allt eða ekkert – leikir: 2009 eru 7 mörk skoruð og aftur 2010 eru mörkin 7 mörk í tveimur sigurleikjum Blika. Árið eftir eru mörkin 9 og KR vinnur báða leikina. Árið 2012 eru mörkin 7 í tveimur sigurleikjum Blika. Fyrri leikurinn var á Kópavogsvelli og vannst 2-1 með glæsilegu skallamarki frá Sverri. Seinni leikurinn í Frostaskjólinu vannst 0-4 sem var jafnframt eitt mesta tap KR á heimavelli í efstu deild frá upphafi. Fyrri leikurinn í sumar endaði 1-1 í “stöngin út” leik sem Blikar voru næstum búinir að vinna á lokamínútu leiksins. Sem sagt 32 mörk skoruð 2009 – 2013 sem er auðvitað martröð fyrir varnarlínuna, en veisla fyrir sóknarlínuna.

Hér er slóð í HEISA uppgjör frá viðureign liðanna í Frostaskjóli í sumar og pistilinn sem OWK skrifaði.

Áfram Breiðablik, alltaf, alls staðar!

Til baka