BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik-KR á Kópavogsvelli í kvöld kl.19.15

11.05.2015

Minnum á leik Breiðabliks og KR í Pepsí-deild karla í kvöld á Kópavogsvelli kl.19.15. Þetta er fyrsti heimaleikur strákanna á þessu tímabili.

Það er því mikilvægt að sem flestir Blikar mæti til að styðja strákana til sigurs. Búast má við fjölmenni á völlinn í kvöld þannig að við hvetjum fólk til að mæta tímanlega.

Blikaklúbbsskírteinin verða afhent fyrir utan völlinn fyrir leik! Þeir sem ekki komast á þennan leik fá skírteinin send heim til sín.

Þess má geta að útgáfufyrirtækin Bjartur og Veröld hafa bæst í stuðningsmannahóp knattspyrnudeildar. Búið er að skipa nefnd sem velur mann leiksins á hverjum heimaleik Breiðabliks í karla- og kvennaflokki og fær viðkomandi leikmaður glæsilega bókargjöf frá fyrirtækjunum.

Breiðablik og KR hafa mæst 79 sinnum í opinberum leikjum frá upphafi. Fyrsti leikur liðanna (A-liða) var í 8-liða úrslitum í Bikarkeppni KSÍ 24. október árið 1970. Leikið var á gamla Melavellinum eftir að KR-ingar mótmæltu að leika á Vallargerðisvellinum. Leiknum lauk með 1-0 sigri KR-inga í leik sem Blikar léku vel. Í blaðaskrifum frá 1970 segir „Breiðablik lék KR skoraði“ og „KR-HEPPNIN fræga var í algleymi þegar KR-ingar léku við Breiðablik í Bikarkeppninni á laugardag“. Reyndar lék B-lið KR við Breiðablik í Bikarkeppni KSÍ árið 1964. Sá leikur fór fram á Valalrgerðisvelli og lauk með 1-2 sigri KR-inga. Þessi leikur er ekki skráður á vef KSÍ sem innbyrgðis viðureig Breiðabliks og KR vegna þess að þetta var B-lið KR. Undanúrslitaleikurinn var svo milli KR-A og KR-B sem KR-A vann 2-1. KR varð Bikarmeistari ári 1964 eftir 4-0 sigur á ÍA.

En alls hafa liðin mæst 79 sinnum frá upphafi og hefur KR vinningin með 40 sigra á móti 18 sigrum Blika og jafnteflin eru 19. Tvö hundruð mörk hafa verið skoruð í þessum 77 leikjum eða 2.6 mark per leik. Niðurstaðan úr viðureignum liðanna í efstu deild frá árinu 2000 er nokkuð jöfn. Í 22 leikjum í efstu deild frá árinnu 2000 hafa Blikar sigrað 6 sinnum, KR-ingar 8 sinnum og jafnteflin eru 8. Mörkin er 66 sem skiptast hnífjafnt á milli liðanna. Hvort lið hefur skorað 33 mörk í þessum 22 leikjum, eða 3.0 mörk að meðaltali per leik. Í leikjunum eru skoruð 5 mörk í 4 leikjum, 4 mörk í 3 leikjum og 3 mörk í 6 leikjum.

Leikir Breiðabliks og KR eru markaleikir – það er bara þannig!

Sjáumst öll á vellinum í kvöld!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Blikaklúbburinn

Til baka