BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik - Fylkir mánudag á Kópavogsvelli kl.19.15

20.07.2015
Við minnum á leik Breiðabliks og Fylkis í dag mánudag kl.19.15 á Kópavogsvelli. Eftir úrslitin í leik FH og KR getum við með sigri skotist upp í 2. sæti í Pepsí-deildinni.
 
Flestir ef ekki allir leikmenn Blikaliðsins eru heilir þannig að Arnar og Kristófer geta teflt fram okkar sterkasta liði. Fylkismenn hafa skipt um þjálfara og náðu með harðfylgni í stig gegn sterkum FH-ingum í síðustu umferð. Það má því búast við hörkuleik á Kópavogsvelli og hvetjum við alla Blika til að mæta og styðja Blikaliðið til sigurs.
 
Hér er hægt að skoða hvernig leikir þessara liða hafa farið undanfarin ár. Oft hefur verið hart barist en Blikar hafa þó unnið einum leik meira en Árbæjarliðið. En markatalan er þó eitt mark í mínus!
 
Við minnum á að aðalfundur Blikaklúbbsins verður haldinn kl.18.00 í Smáranum og geta menn mætt þar og spurt forsvarsmenn deildarinnar spjörunum úr. Einnig verður boðið upp á léttar veitingar þannig að engin þarf að fara svangur á leikinn.
 
Allir að mæta, grænir og glaðir á Kópavogsvöll!
 
Blikaklúbburinn

Til baka