Meistaraflokkur karla spilar leik við Fjölni í Fífunni á í dag, laugardag, kl.10.00 í BOSE 2016 mótinu.   Strákarnir hafa verið á stífum æfingum að undanförnu…" /> Meistaraflokkur karla spilar leik við Fjölni í Fífunni á í dag, laugardag, kl.10.00 í BOSE 2016 mótinu.   Strákarnir hafa verið á stífum æfingum að undanförnu…">

BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik – Fjölnir í BOSE mótinu í Fífunni kl. 10:00

19.11.2016
Meistaraflokkur karla spilar leik við Fjölni í Fífunni á í dag, laugardag, kl.10.00 í BOSE 2016 mótinu.
 
Strákarnir hafa verið á stífum æfingum að undanförnu þannig að það verður tilbreyting fyrir þá að spila knattspyrnuleik. Ekki er ólíklegt að þjálfararnir gefi fjölmörgum leikmönnum tækifæri til að spila þennan leik. 
 
Við hvetjum Blika til að mæta í Fífuna á eftir, tippa í getraunum, hitta gamla félaga og horfa á eitt stykki skemmtilegan knattspyrnuleik!
 
Bose mótið 2016 – Fótboltamót sem hljómar vel. 
Bose mótið er nú haldið í fimmta sinn og er nú keppt í 2 riðlum.  Þetta árið eigast við sex úrvalsdeildarlið í mótafyrirkomulagi en sigurvegari verður krýndur í desember.
 
Valdir leikir í riðlakeppni auk úrslitaleikjs verða sýndir beint á SportTV í samvinnu við vísir.is. Þá mun fótbolti.net gera leikjunum skil í máli og myndum. Bein útsending verður á Facebook Nýherja eftir alla leiki þar sem þjálfarar og leikmenn verða spurðir spjörunum úr.
 
Nánar um BOSE mótið hér

Til baka