BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik - Stjarnan í BOSE mótinu í Fífunni í kvöld kl.19:00

14.12.2017

Breiðablik og Stjarnan spila um 1. sætið í BOSE 2017 mótinu í Fífunni í kvöld kl.19.00.

Blikar unnu SoundSport- riðilinn með 8-1 sigri á liði Víkings R og 1-1 jafntefli gegn KR-ingum. Stjarnan vann Soundtouch-riðilinn með 1-0 sigrum á FH og Fjölnismönnum.

Liðin hafa áður mæst í BOSE mótinu. 7. desember í fyrra léku liðin til úrslita um 5. sæti í mótinu. Leikið var Stjörnuvellinum í Garðabæ í 8 stiga hita og logni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3:3. Blikar komust í 1-3 með mörkum frá Arnþóri Ara, Andra Rafni og Höskuldi. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni sem Blikar unni 5-4.

Umfjöllun blikar.is um leikinn

Mörkin úr leiknum í boði SportTV.

Sigurvegarar mótsins fá vegleg verðlaun frá BOSE.

Þá hljóta besti leikmaður mótsins og sá markahæsti glæsilegar viðurkenningar.

Það er alltaf fjör þegar fjandvinir okkar í Stjörnunni kom í heimsókn.

Við hvetjum alla Blika sem vettlingi geta valdið til að mæta í Fífuna í kvöld kl.19.00.  

Leikurinn verður í beinni á SportTV fyrir þá sem ekki geta mætt í Fífuna í kvöld.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka