BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik - ÍBV í PEPSI laugardaginn 2. apríl kl. 14:00

25.04.2018

Jæja! Nú fer fjörið að byrja. Breiðabliksliðið fær bikarmeistara ÍBV í heimsókn á Kópavogsvöll í 1. umferð PEPSI 2018 á laugardaginn kl. 14:00. Síðasti heimaleikur okkar manna í PEPSI 2017 var einmitt gegn ÍBV. Nánar!

Í 10 efstu deildar viðureignum Breiðabliks og ÍBV á Kópavogsvelli frá árinu 2006 hafa Blikar unnið 5 leiki, ÍBV 2 leiki og 3 leikjum hefur lyktað með jafntefli. Nánar!

Sagan

Breiðablik og ÍBV eiga að baki 91 mótsleik. Nánar! Þar til viðbótar eru margir óskráðir leikir í svonefndri Bæjarkeppni liðanna sem var leikin heima og heiman á vorin og haustin. Sú hefð hófst í kjölfar eldgossins í Eyjum, enda góður vinskapur á milli Kópavogs og Vestmannaeyja, og stóð í nokkuð mörg ár.

Allra fyrsti leikur liðanna var æfingaleikur við ÍBV í Vestmannaeyjum sumarið 1958 þegar Breiðabliksliðið var að stíga sín fyrstu skerf á knattspyrnuvellinum, en knattspyrnudeild Breiðabliks var stofnuð árið 1957.

Í efstu deild eiga liðin að baki 56 leiki. Tölfræðin úr þeim leikjum er jöfn. Blikar hafa sigrað 22 leiki, ÍBV 21 leik, jafnteflin eru 13. Nánar!

Í 28 efstu deildar viðureignum Blika gegn ÍBV á Kópavogsvelli hafa Blikar vinninginn með 15 sigra gegn 9 töpum og 4 sinnum gera liðin jafntefli. Nánar!

ÍBV fellur um deild haustið 2006 – árið sem Blikar koma aftur upp í efstu deild eftir nokkur ár í næst efstu deild. Árið 2009 er ÍBV aftur komið meðal þeirra bestu. Úrslit í viðureignum liðanna á Kópavogsvelli frá 2009: 2017: 3-2 2016: 1-1 2015: 1-0 2014: 1-1 2013: 3-1 2012: 1-0 2011: 1-2 2010: 1-1  2009: 3-4. Sem sagt 4 sigrar, 3 jafntefli og 2 töp. Nánar!

Leikmannahópurinn

Leikmannahópur Blika er ekki mikið breyttur frá í fyrra. Jonathan Hendrickx er nýr leikmaður hjá okkur eins og allir vita. Arnór Gauti snýr aftur heim eftir dvöl í Ejum í fyrra. Guðmundur Böðvar Guðjónsson kemur til okkar frá ÍA og Alexander Helgi Sigurðarson hefur náð sér eftir langvarandi meiðsli. Og svo er Oliver Sigurjónsson kominn aftur til okkar í bili en hann náði 12 mótsleikjum í fyrra - þar af 4 í efstu deild. Leikmannahópur Blika 2018

Leikurinn

Heimavöllurinn hefur ekki gefið okkur nógu mikið undanfarin ár. Nú þarf Blikaliðið að koma vel undirbúið til leiks gegn bikarmeisturum ÍBV á laugardaginn og tryggja okkur 3 stig. Meðal stuðningsmanna ríkir gríðarleg tilhlökkun að sjá hvernig liðið mætir til leiks á fagurgrænum Kópavogsvelli.

Leikur Breiðabliks og ÍBV verður á Kópavogsvelli á laugardaginn 28. apríl klukkan 14:00.

Blikaklúbburinn var stofnaður 1993. Hægt er ganga í klúbbinn og kaupa árskort á Kópavogsvöll hér!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka