Breiðablik vann FH 2-0 í sínum fyrsta leik í Faxaflóamótinu þetta árið. Leikurinn var mjög jafn framan af og…" /> Breiðablik vann FH 2-0 í sínum fyrsta leik í Faxaflóamótinu þetta árið. Leikurinn var mjög jafn framan af og…">

BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik vann FH í Faxaflóamótinu

04.02.2012

Breiðablik vann FH 2-0 í sínum fyrsta leik í Faxaflóamótinu þetta árið. Leikurinn var mjög jafn framan af og mættu FH stúlkur vel stemmdar í leikinn. Fyrri hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu um boltann en tvö mörk voru dæmd af Blikastúlkum vegna rangstöðu í fyrri hálfleik sem var frekar jafn. Blikastúlkur tóku síðan öll völd í síðari hálfleik og sigruðu frekar örugglega 2-0 en bæði mörk liðsins skoraði Rakel Hönnudóttir.

Til baka