BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar taka þátt í Evrópukeppni ungmennaliða í 2. flokki karla og mæta Ajax frá Hollandi

30.08.2016

Blikastrákarnir í 2. flokki taka þátt í Evrópukeppni ungmennaliða í fyrsta skipti.  

Flokkurinn er núverandi Íslandsmeistari og því fengum við sæti Íslands í þessari keppni.

Dregið verður í hádeginu í dag og getum við lent á móti eftirtöldum liðum:

  • Ajax, Hollandi
  • Anderlecht, Belgíu
  • Midtjylland, Danmörku
  • AIK, Svíþjóð
  • Rosenborg, Noregi
  • HJK Helsinki, Finnlandi
  • Cork City, Írlandi

Úlfar okkar Hinriksson er staddur í Lausanna í Sviss og dregur vonandi gott lið úr hattinum fyrir okkur.

Fyrri leikurinn verður leikinn heima 28 september og sá seinni úti 19 október.

Hægt er að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu á heimasíðu UEFA hér og hefst ballið kl.11.45 að íslenskum tíma.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

P.S. Þess má geta að 2. flokkurinn vann góðan 0:3 sigur á Keflavík í A-riðli Íslandsmótsins í gær og er enn efstur í kapphlaupinu um Íslandsmeistaratitilinn.

Til baka