BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar mæta Þórsurum frá Akureyri á Kópavogsvelli í kvöld klukkan 19:15.

02.07.2014

Blikar mæta Þórsurum frá Akureyri  í hörkuleik á Kópavogsvelli í kvöld kl.19.15.  Bæði lið eru að berjast í neðri hluta deildarinnar og þurfa bráðnauðsynlega á sigri að halda.  Við slógum Akureyringana út úr bikarnum í jöfnum og spennandi leik fyrir skömmu þannig að það við þurfum að leggja okkur öll fram til að ná sigri. Þar á jafnt við um leikmenn, stjórnendur og  áhorfendur!

Blikar geta nánast teflt fram sínu sterkasta liði.  Þó eiga bæði Jordan og Damir við meiðsli að stríða og verða þeir ekki í hóp í kvöld.

Einnig er Ellert enn frá vegna meiðsla en hann er farinn að æfa aftur þannig að það styttist í að hann spili aftur. 

Strákarnir okkar eru hins vegar staðráðnir í því að standa sig vel í kvöld. Ekki er ólíklegt að þjálfararnir, Gummi og Willum, geri einhverjar breytingar á byrjunarliðinu í leiknum í kvöld.

En nú verða Blikar að mæta sem aldrei fyrr og láta vel í sér heyra. Nú reynir á Blikakarakterinn og treystir Blikaklúbburinn á að engin láti sitt eftir liggja!

Tölfræðin er með okkur í viðureignum þessara liða. Frá árinu 1984 hafa félögin mæst 12 sinnum í efstu deild karla í knattspyrnu. Sjö af tólf viðureignum félaganna hafa lokið með sigri

Blika, fjórum sinnum hefur jafntefli verið niðurstaðan en  aðeins einu sinni hafa Norðanmenn fagnað sigri. Það var árið 1992. En þessi tölfræði segir ekki neitt í leiknum í kvöld.

Strákarnir okkar þurfa að ná toppleik og það getum við gert með öflugum stuðningi áhorfenda!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka