BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar hefja titilvörnina á morgun. Blikar-Fylkir í Fifunni kl.11.15

12.02.2016

Þá hefst upptakturinn af alvöru fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu! Blikar mæta Fylkismönnum í Fífunni á morgun laugardag kl.11.15.

Addi og Kristó hafa verið að prófa mikið að leikmönnum á undanförnum vikum en nú fer sjálfsagt að koma í ljós hver kjarninn verður sem þeir ætla að veðja á í sumar.

Að vísu vantar Gunnlaug Hlyn, Arnór og Oliver vegna meiðsla en flestir aðrir eru tilbúnir í slaginn.

Spánverjinn Sergio getur reyndar ekki verið með því leikheimild fyrir hann er ekki komin. Svo er ekki enn ljóst hvort samið verður við Svíann Pontus Nordenberg. Aðrir leikmenn eru líklegast klárir í leikinn á morgun.

Nú eru tutt­ugu ár síðan mótið var fyrst haldið, árið 1996, og þetta er því 21. mótið í röðinni. Breiðablik er hand­hafi bik­ars­ins eft­ir sig­ur á KA, 1:0, í úr­slita­leik í fyrra þar sem Ell­ert Hreins­son skoraði sig­ur­markið. Þetta var ann­ar sig­ur Kópa­vogsliðsins sem vann líka 2013 en FH hef­ur unnið keppn­ina sex sinn­um og KR fimm sinn­um.

Liðin hafa mæst fimm sinnum í Deildarbikarnum. Blikar hafa unnið tvisvar, Fylkismenn einu sinni og jafnteflin eru tvö.

Allir leikir Breiðabliks gegn Fylki hér. 

Til baka