BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar halda í austurveg

06.03.2016

Blikastrákarnir halda austur um land um helgina og leika gegn Fjarðabyggð í Fjarðarbyggðarhöllinni í Reyðarfirði á sunnudag kl.12.30. Ekki er vitað hvort strákarnir fá aukahlutverk í Fortitude þáttunum en þetta verður áhugaverð viðureign.

Þetta er þriðji leikur liðanna frá upphafi. Félögin hafa mæst tvisar áður í formlegri keppni. Báðir leikirnir voru í 32-liða úrslitum Coca-Cola bikars karla og fóru fram á Eskifjarðarvelli árin 2001 og 2002. Fyrri leikurinn var 14. júní 2001 og Blikar unnu þann leik 0-5. Hinn leikurinn var svo réttu ári síðar eða 15. júní 2002. Blikar unnu þann leik 1-3 með mörkum frá Árna Kristni Gunnarssyni, Herði Sigurjóni Bjarnasyni og núverandi aðstoðarþjálfara meistarflokks karla, Kristófer Sigurgeirssyni. Markvörður Breiðabliksliðsins í þessum leik var engin annar en núverandi markmannsþjálfara meistaflokks karla, Ólafur Pétursson.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

-AP

Til baka