Úrslitaleikur um Evrópusæti á milli Blika og Fjölnis í Pepsí-deild karla á Kópavogsvelli kl.14.00 og svo Pallaball í Smáranum…" /> Úrslitaleikur um Evrópusæti á milli Blika og Fjölnis í Pepsí-deild karla á Kópavogsvelli kl.14.00 og svo Pallaball í Smáranum…">

BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar - Fjölnir -  Uppskeruhátíð yngri flokka - Pallaball - Allt að gerast á laugardag!

28.09.2016

Það er allt að gerast í Kópavogsdalnum á laugardag! Úrslitaleikur um Evrópusæti á milli Blika og Fjölnis í Pepsí-deild karla á Kópavogsvelli kl.14.00 og svo Pallaball í Smáranum um kvöldið.

En þetta er ekki allt saman. Uppskeruhátið yngri flokka fer fram í Smáranum og Fífunni frá kl.11.00. Þar verða skemmtiatriði, grillaðar pylsur, knattþrautir í Smáranum, Páll Óskar sjálfur mætir og Áttan flytur nokkur lög!

Blikaklúbburinn og Kópacabana hittast veislusalnum á 2. hæð Smárans frá kl.12.00. Við eigum von á því að Arnar þjálfari mæti og spjalli við stuðningsmennina.

Svo fögnum við Blikar flottri uppskeru á glæsilegu Pallaballi í Smáranum um kvöldið!

P.S. Í gær var búið að selja 500 miða í forsölu á Pallaballið J Þetta verður eitthvað!

Til baka