BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikadagur laugardaginn 13. maí kl.11.00-14.00 í Fífunni

12.05.2017

Laugardaginn 13.maí verður haldinn Blikadagur á milli kl.11.00-14.00. Við bjóðum iðkendum félagsins og fjölskyldum þeirra að koma saman og gera sér glaðan dag.

Dagskrá

Kl.11.00 Ruslatínsla – iðkendur og foreldrar hjálpast að við að gera svæðið okkar snyrtilegt

Kl.12.00 Grillaðar pylsur og drykkir fyrir alla sem mæta

Kl.12.30 Leikmannakynning meistaraflokkanna. Leikmenn munu árita plaköt sem verða á staðnum.

Kl.12.00 - 14.00 Knattþrautir í Fífunni

• Vítakeppni þar sem meistaraflokksmarkmenn eru í marki
• Halda á lofti keppni
• Mæla skothörku
• Ýmsar knattþrautir

Jako mun kynna Blikavörur

Blikaklúbburinn verður með kynningu á staðnum og tilboð um að ganga í klúbbinn.

Hlökkum til að sjá ykkur

Til baka