BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Árni Vill til prufu hjá Lilleström

19.10.2014

Framherjinn snjalli Árni Vilhjálmsson hefur þegið boð frá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström að koma til liðsins í prufu í næstu viku. Árni sem er tvítugur að aldri hefur staðið sig vel í Pepsí-deildinni og varð m.a. einn af markahæstu mönnum deildarinnar með 10 mörk í ár.

Lilleström er eitt af þekktari liðum Noregs. Það hefur fimm sinnum orðið norskur meistari, síðasta árið 1989, og fimm sinnum bikarmeistarar, síðast árið 2007. Eins og staðan er í dag er liðið í 5. sæti norsku deildarinnar og er í harðri baráttu um evrópusæti. Eins og flestir vita hefur Rúnar Kristinsson verið orðaður við þjálfarastöðuna en núverandi þjálfari hefur ákveðið að hætta eftir núverandi keppnistímabil. Það verður spennandi að sjá hvernig Árna gengur í Noregi en íslenskir leikmenn hafa gert það gott í norsku deildinni á undanförnum árum.  Þar má til dæmis nefna Blikana Sverri Inga Ingason og Steinþór Þorsteinsson hjá  Víking í Stavanger og Guðmund Kristjánsson hjá Start.

-AP

Til baka