BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Árlegur Gamlársbolti í Smáranum

31.12.2018

Hinn árlegi Gamlársbolti verður spilaður í Fífunni á gamlársdag frá 10.00 til rúmlega 11.30. Allir mega mæta og spila! Blikaklúbbsmeðlimir spila án endurgjalds en aðrir greiða 1.000 krónur í keppnisgjald.

Á sama tíma verður meistaraflokkur karla með keppni í Smáranum og síðan ætla hóparnir tveir að hittast í tengibyggingunni og veita verðlaun fyrir góðan árangur! Það er að sjálfsögðu Errea umboðið sem veitir verðlaunin en eins og flestir Blikar vita þá mun Breiðablik spila í Errea búningum á næsta keppnistímabili! Meira>

Matti mætir með myndavélina og tekur upp spá næsta árs. Þar að auki mun hann að sjálfsögðu upplýsa hver var spámaður ársins 2018. Þar er Græni hatturinn í húfi!

Við minnum líka á flugeldasölu HSSK og Breiðabliks. Hægt er að kaupa flugeldasölumiða í afgreiðslunni í Smáranum! Meira>

Sjáumst hress og kveðjum árið 2018 með hressilegum fótbolta á gamlársdag!


 

Til baka