BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ágúst Gylfason til Blika

06.10.2017
Ágúst Gylfason hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Breiðabliki. 
 
Samningurinn er til þriggja ára. Ágúst hefur mikla reynslu að því að vinna með ungum leikmönnum og byggja upp lið sem er er góð blanda þeirra og reyndari leikmanna. Sú reynsla mun án efa nýtast Breiðablik vel en hann er líka félaginu vel kunnur sem foreldri og sjálfboðaliði í starfinu.
 
Ágúst hefur verið hjá Fjölni í 10 ár, fyrst eitt ár sem leikmaður, þá 3 ár sem aðstoðarþjálfari og síðastliðinn 6 ár sem aðalþjálfari.
 
Stjórn Knattspyrnudeildar býður Ágúst hjartanlega velkominn til starfa hjá Breiðabliki.
 
Viðtal: Gústi Gylfa: Rétti tímapunkturinn að færa mig yfir

 

Til baka