BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Adam Örn til Nijmegen

01.12.2012

Adam Örn Arnarson hefur skrifað undir samning við Hollenska úrvalsdeildarfélagið NEC Nijmegen. Adam, sem er fæddur 1995 og því aðeins 17 ára gamall, er barinn og berfættur Bliki og hefur leikið upp alla yngri flokka félagsins og unnið fjölda titla með félögum sínum á undanförnum árum. Adam hefur auk þess verið fastamaður í U17 ára liði Íslands sem hefur náð frábærum árangri. Hann var svo í sumar valinn í U19 ára lið Íslands og hefur staðið sig mjög vel þar og verið fastamaður.

Adam var nokkrum sinnum í leikmannahópi Blika í PEPSI deildinni í sumar og lék sinn fyrst leik þegar hann kom inná í sætum sigri Bliki suður í Grindavík.

Adam, enn einn Blikinn sem heldur á vit ævintýranna á erlendum knattspynuvöllum, heldur utan í byrjun janúar. Blikar.is óska honum velfarnaðar í því flata Hollandi og vænta þess að hann verði sjálfum sér og félaginu til sóma eins og þeir fjölmörgu leikmenn okkar sem nú leika á erlendri grund.

Hérna má sjá frétt á heimasíðu NEC Nijmegen þar sem greint er frá komu og samningsundirskrift Adams og Daða Bergssonar leikmanns Þróttar.

Þetta eru flottir strákar.

Áfram Breiðablik
OWK.

Til baka