BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Aðalfundur Breiðabliks 2016

22.04.2016

Aðalfundur Breiðabliks 2016 fór fram í Smáranum þann 19. apríl síðastliðinn. Hannes Strange lét af störfum sem formaður og var Sveinn Gíslason kjörinn í hans stað. Eru Hannesi þökkuð störf hans í þágu félagsins undanfarin ár.

Eftirtaldir aðilar voru kjörnir í aðalstjórn Breiðabliks starfsárið 2016-2017.

Formaður: Sveinn Gíslason

Varaformaður: Björg Jónsdóttir

Gjaldkeri: Guðmundur Sigurbergsson

Ritari: Halla Garðarsdóttir

Meðstjórnendur: Steini Þorvaldsson, Stefán Ragnar Jónsson, Björgvin Gestsson

Einnig var kosið í eftirtöld embætti á fundinum:

Endurskoðandi: Jón Þ. Hilmarsson

Skoðunarmenn reikninga: Sigurjón Valdimarsson, Jóhann Geir Harðarson

Að venju voru afhentar viðurkenningar fyrir árangur síðastliðins árs og nokkrir Blikar heiðraðir fyrir störf sín í þágu félagsins.

Teitur Jónasson var sæmdur heiðursnafnbótinni Gullbliki. Eggert Baldvinsson og Marinó Önundarson voru útnefndir Silfurblikar.

Deildarbikarinn féll í skaut Körfuknattleiksdeildar.

Hannes Strange hlaut Félagsmálabikarinn.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hlaut þjálfarabikarinn

Og Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hlaut Afreksbikarinn.

Þetta er síðasta árið sem Afreksbikarinn er afhentur en reglugerð var samþykkt á fundinum sem kveður á um að hér eftir verði afhentir 3 afreksbikarar: Afreksbliki –karlar, Afreksbliki – konur og Afrekshópur Breiðabliks.

Til baka