BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Breiðabliks

17.02.2012

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Breiðabliks var haldinn þann 16. febrúar. Fundurinn var með hefbundnu sniði. Formaður fór yfir skýrslu stjórnar og renndi þar yfir helstu atburði liðins árs og færði öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem lagt hafa hönd á plóginn kærar þakkir fyrir fórnfúst starf.

Rekstur deildarinnar gekk ágætlega á síðasta ári og er reksturinn í ágætu jafnvægi. Gjaldkeri deildarinnar minnti fundarmenn á að þörf væri á átaki félagsmanna til að afla tekna fyrir félagið. Kröfur um meiri og betri aðbúnað og þjálfun væru sífellt að aukast sem kallar á aukin útgjöld. Nokkrar umræður urðu um skýrslu stjórnar og reikningina.

Í stjórn voru kjörin:

Einar Kristján Jónsson, formaður
Aðrir í stjórn: Guðrún S. Ólafsdóttir,
Ingvi J. Ingvason,
Kristín Rut Haraldsdóttir og
Vilhelm Þorsteinsson.

Varamenn: Hannes Heimir Friðbjörnsson og Kristján Ingi Gunnarsson.

Talsverðar umræður urðu um samstarf félagsins við ITK einkum vegna aðtöðunnar á Kópavogsvelli og var það vilji fundarmanna að félagið kæmi sínum sjónarmiðum að varðandi reksturs Kópavogsvallar og stúku.

Í lok fundar var Svavari Jósefssyni veitt bronsmerki félagsins fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina.

Áfram Breiðablik!

Til baka