BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

1972 sigraði enn og aftur!

30.04.2012

Hið árlega árgangamót knattspyrnudeildar Breiðabliks var haldið laugardaginn 28. apríl samhliða Herrakvöldinu. Að þessu sinni kepptu tólf árgangar og voru keppendur rúmlega hundrað. Liðunum var skipt í eldri og yngri hóp. Árgangar 1965 og eldri kepptu saman í einumm riðli og aðrir árgangar attu kappi í tveimur riðlum. Eftir mikla keppni varð ljóst að styrkt lið 1965 hafði sigrað í eldri flokki en hið geysisterka lið 1972 hafði sigur í yngri flokknum. Þess má geta að yngstu kepepndurnir voru árgangur 1987 en elstu leikmennirnir voru fæddir árið 1956. Það munar því 31 ári á elsta og yngsta leikmanninum. Það er því ekkert kynslóðabil hjá okkur Blikum J

Þetta er í þriðja sinn sem 1972 árgangurinn vinnur þetta mót og fer þetta að verða vandræða legt fyrir yngri árganga. Þ essir strákar eru fertugir á þessu ári og virðist aldurinn ekkert bíta á þá. En nú er það bara fyrir aðra árganga að bíta í skjaldarrendur og koma tvíefldir til leiks á næsta ári.

Til baka